Opið í hádeginu alla virka daga frá 11:30-14:00
Opið öll kvöld frá kl 17:00
Rub23 var opnaður í júní 2008 við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Í mars 2010 flutti staðurinn í stærra og hentugra húsnæði við Kaupvangsstræti 6.
Rub23 hefur að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttan, einfaldan og spennandi valkost fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Opið er í hádeginu frá kl. 11.30 til 14.00 alla virka daga og alla daga á kvöldin frá kl 17.00. Rub23 getur tekið á móti hópum frá fyrirtækjum og ferðamannahópum af flestum stærðum.
Veitingastaðurinn er rekinn af eigandanum Einari Geirsyni og hefur hann áralanga reynslu í veitinga- og matreiðslugeiranum. Einar var í kokkalandsliðinu um árabil og var matreiðslumaður ársins 2003, hann hefur tekið þátt á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum í matreiðslu og unnið til fjölda verðlauna, bæði gull- og silfurverðlauna. Einar hefur tekið þátt í sýningum í Boston og Lyon, unnið með veitingakeðju á Florída við að þróa bleikjurétti og verið með sýnikennslu og kynningu í The Culinary Institute of America www.ciachef.edu, svo eitthvað sé nefnt. Einar hefur starfað mikið fyrir Samherja, fylgt fyrirtækinu á hina ýmsu viðburði og hefur síðan árið 2006 tekið þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel þar sem hann hefur séð um að elda, kynna og bera fram íslenskt sjávarfang.
Rub23 er fyrst og fremst sjávarréttaveitingastaður með fjölbreytt úrval fisktegunda og mikið úrval sushi-rétta, í bland við kjötrétti.
Það er þó eitt sem öðru fremur skapar veitingastaðnum sérstöðu á íslenskum sem og alþjóðlegum markaði en það er fjölbreytt samsetning matseðils með tilbúnum kryddblöndum sem viðskiptavinir geta valið. RUB er orðið þekkt heiti yfir kryddblöndur sem eru settar á og/eða nuddað í hráefnið, eins og nafnið bendir til. Þannig geta viðskiptavinir valið sér hráefni, fisk eða kjöt, og valið svo af lista þá kryddblöndu sem þeir vilja prófa. Á matseðli eru uppáhaldssamsetningar kokkanna hverju sinni.